Ísland spilaði fyrsta leik sinn er liðið undirbýr sig fyrir undankeppni Eurobasket sem fer af stað síðar í þessum mánuði. Fyrsti leikurinn var á æfingamóti í Austurríki gegn sterku liði Póllands.
Byrjunarlið Íslands: Hörður Axel Vilhjálmsson, Martin Hermannsson, Jón Arnór Stefánsson, Haukur Helgi Pálsson og Hlynur Bæringsson.
Ísland fór vel af stað og komst 10-9 yfir með þriggja stiga körfu frá Jón Arnóri. Þessi eins stigs forysta héldu þeir út fyrsta leikhlutann en staðan að honum loknum var 17-16.
Pólland kom svo sterkt inní miðjan annan leikhluta og náði 29-37 forystu fyrir hálfleikinn. Hörður Axel var stigahæstur Íslands með 8 stig í hálfleik.
Pólverjar létu þá forystu ekki af hendi í þriðja leikhluta en sóknarleikur Íslands var verulega dapur í leikhlutanum er liðið var einingis með 13 stig.
Ísland náði góðu áhlaupi í þriðja leikhluta og átti sem dæmi þrjár þriggja stiga körfur í röð en náði ekki að koma muninum undir sex stig.
Að lokum hafði Pólland sigur 82-71 á Íslandi í fínum leik.
Íslenska liðið getur nokkuð vel við unað eftir frammistöðuna. Margt í sóknarleiknum má bæta og mun það sjálfsagt gerast er liðið hefur spilað meira saman.
Varnarleikurinn var ágætur í heildina en Pólland var með 60% skotnýtingu. Leikurinn er sá fyrsti sem liðið spilar þetta árið og gefur frammistaða dagsins nokkuð góð fyrirheit en nægur tími er til að laga hluti fyrir undankeppnina sjálfa.
Ísland mætir svo Austurríki á laugardag kl 16 á íslenskum tíma og Slóveníu á sunnudag kl 14 að íslenskum tíma.
Stigaskor leikmanna – frá KKÍ: Haukur 18, Jón Arnór 11, Hlynur 8, Hörður 8, Logi 8, Martin 8, Ægir 5, Brynjar 3 og Kristófer 2. Axel, Ragnar og Sigurður komust ekki á blað. Elvar og Tryggvi voru ekki í hóp í kvöld.