Tryggvi Snær Hlinason og Bilbao máttu þola tap í kvöld gegn Manresa í ACB deildinni á Spáni, 90-81.
Tryggvi lék rúmar 14 mínútur í leiknum og skilaði á þeim þremur stigum, þremur fráköstum, stoðsendingu og vörðu skoti.
Leikurinn var sá næst síðasti í deildarkeppni ACB á þessu tímabili, en úrslitin skiptu litlu máli fyrir liðið, sem hvorki er í fallbaráttu, né með tækifæri til að vinna sig inn í úrslitakeppnina. Bilbao er eftir leikinn í 11. sætinu með 13 sigra og 20 töp það sem af er tímabili.