spot_img
HomeFréttirTap gegn finnum hjá U-16 stúlkum

Tap gegn finnum hjá U-16 stúlkum

Undir 16 ára lið stúlkna mætti sterku liði finna í dag á norðurlandamótinu í Kisakallio. Það var allan tímann á brattan að sækja og erfitt fyrir stelpurnar að finna glufur í vörn finnska liðsins. Fyrsta tap stúlknanna á mótinu staðreynd

Fyrir leik

Íslensku stelpurnar höfðu fyrir leikinn í dag unnið sinn eina leik 69-58 gegn svíum í gærdag, á meðan finnsku stelpurnar kjöldrógu norska liðið í opnunarleik mótsins 102-19.

Leikurinn

Stelpurnar spiluðu á stóravellinum í dag, þar sem heimamenn spila alla sína leiki og finnsku stelpurnar byrja hérna af krafti, það á greinilega ekki að sýna neina gestristni hérna eftir 97 sekundur er staðan 8-0 og Dani tekur leikhlé. Stelpurnar komu betri úr leikhléinu og staðan eftir leikhlutann 21-15 fyrir finnum.

Í öðrum leikhluta spiluðu finnarnir frábæra vörn og íslensku stelpurnar fundu engar glufur sama hvað þær reyndu og á sama tíma virtust öll skot gestgjafanna rata ofan í hringinn staðan í hálfleik 49-21

Þriðji leikhluti hófst og það var á brattan að sækja, stelpurnar áttu erfitt með að skora. 5 stig allan leikhlutann á móti 26 stigum finna, forskot heimaliðsins var orðið ansi mikið fyrir seinasta leikhlutann og staðan í leiknum orðin 75-26

Seinasti leikhlutinn var svo bestur hjá íslenska liðinu þær unnu þann leikhluta en forskotið fyrir leikhlutann var orðið of mikið og tap í öðrum leik norðurlandamótsins í Kisakallio því staðreynd, lokatölur 94-52

Kolbrún skoraði 12 stig, tók 6 fráköst og gaf eina stoðsendingu, Elísabet var með 10 stig, 2 fráköst og eina stoðsendingu.

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Elísabet Ólafsdóttir
Ásdís Elva Jónsdóttir

Framhaldið:

Næsti leikur er svo gegn Eistlandi á morgun klukkan 11:00, en þeir unnu dani í gær 78-60

Fréttir
- Auglýsing -