spot_img
HomeFréttirTap gegn Bretum í baráttuleik

Tap gegn Bretum í baráttuleik

Undir 16 ára lið stúlkna leikur þessa dagana í B-deild Evrópumótsins í Podogorica í Svartfjallalandi. 

 

Fimm lið erun með Íslandi í riðli, Bretland, Grikkland, Makedónía, Svíþjóð og heimastúlkur frá Svartfjallalandi. Eftir keppni í riðlinum verður leikið um öll sæti keppninnar í úrslitakeppni. 

 

Í dag tapaði liðið sínum fjórða leiknum á mótinu gegn Bretlandi, 37-51. Liðið er þar með búið að tapa öllum leikjum sínum á mótinu. 

 

Íslenska liðið náði að hanga í Bretum framan af leik og munurinn aldrei mikill en stigaskorið ansi lítið. Bretland seig hægt og rólega í góða forystu og náði Ísland aldrei áhlaupi til að gera verulega atlögu að forystu Breta. Lokastaða 37-51 þrátt fyrir að Íslenska liðið hafi aldrei gefist upp í leiknum. 

 

Eva Davíðsdóttir var stigahæst hjá Íslandi í dag, hún endaði með 10 stig og bætti 5 fráköstum ofan á það. Hjördís Traustadóttir átti einnig fínan leik með 7 stig. 

 

Næsti leikur liðsins verður á morgun kl. 15:15 gegn Makedóníu, en sá leikur verður í beinni útsendingu hér. Þessi tvö lið eru neðst í riðlinum án sigurs og því hreinn úrslitaleikur um fimmta sæti riðilsins sem gæti þýtt þægilegri leið þegar keppt verður um sæti. 

 

Tölfræði leiks

 

 

Fréttir
- Auglýsing -