spot_img
HomeFréttirTaldi sig vera stærri en klúbburinn

Taldi sig vera stærri en klúbburinn

 

Eins og greint hefur verið frá hafa Njarðvíkinga sagt upp samningi sínum við Carmen Tyson Thomas, en greint var frá þessu nú í kvöld. "Það var ekki lengur við unað. Samstarfið við hana hefur verið erfitt og þetta er uppsafnað.  Hún gerði lítið úr liðsfélögum sínum við skiptingar og hristi hausinn þegar þær voru að skjóta. Kvartanir vegna hennar komu úr öllum áttum og ég gerði þau mistök að hafa ekki tekið á þessu fyrr. En ég læri af þessu." sagði Agnar Mar Gunnarsson þjálfari Njarðvíkinga í samtali við Karfan.is

 

"Hún fór ekki eftir því plani inná vellinum sem lagt var upp með og fór sínar eigin leiðir í því.  Þú getur verið besti körfuknattleiksmaður heims og skorað körfur í öllum regnboganslitum en þegar þú álítur sjálfan þig stærri en klúbbinn þá er engin ómissandi." sagði Agnar Gunnarsson enn frekar.  

 

Njarðvík á þrjá leiki eftir í deildinni en Carmen að öllum vitandi hefur skilað um 37 stigum og 16 fráköstum í leik fyrir þær grænklæddu.  

Fréttir
- Auglýsing -