spot_img
HomeFréttirTáin til trafala í allan vetur

Táin til trafala í allan vetur

12:23 

{mosimage}

 

 

LeBron James hefur bæst í hóp með köppum eins og Shaquille O"Neal og fleirum sem hafa þurft að glíma við támeiðsli. James hefur hvílt tána í tveimur af síðustu þremur leikjum Cleveland og hefur jafnframt hagað æfingum þannig að táin hefur fengið smá hvíld.

„Ég vona að hún verði ekki til trafala en ég held samt að svo verði þróun mála," sagði James og bætti við: „Þetta er svipað og maður fær framan á fingurinn eða tognar á ökkla. Þetta eru meiðsli sem þú þarft að lifa með og ná ekki að lagast að fullu fyrr en eftir tímabilið."  

Frétt af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -