Tæknivillur í NBA deildinni geta verið dýrkeyptar og nú líkt og skattar á Íslandi munu greiðslur fyrir slíkar villur hækka um sem nemur tvöfalt. Þá er kannski 2% hækkun á fjármagnstekjuskatti ekkert svo gríðarlega slæm.
Leikmenn og þjálfarar verða nú sektaðir 2000 dollara fyrir hverjar fyrstu 5 tæknivillur. Næstu 5 munu svo verða 3000 dollarar og eftir það mun hver og ein kosta 4000 dollara. Fyrir hinn almenna skattgreiðanda eru þetta ágætis fjárhæðir. En fyrir launþega NBA liða eru þetta kannski ekki ýkja háar upphæðir.
Dennis Rodman hlýtur hinsvegar að vera sáttur með að þessi hugmynd hafi ekki verið samþykkt þegar hann var enn á fjölum gólfa í NBA deildinni. Hinsvegar gæti þetta haft áhrif veskið hans Rasheed Wallace sem er þekktur fyrir allt annað en að liggja á skoðunum sínum.