Boston Celtics lögðu í nótt Miami Heat í fimmta leik liðanna í úrslitum Austurstrandar NBA deildarinnar, 121-108. Náði þeir með sigrinum að laga stöðu sína í einvíginu í 3-2, en þurfa þó enn að sigra tvo næstu leiki ætli þeir sér í úrslit, á meðan að Heat dugir aðeins einn sigur.
Leikur næturinnar var kaflaskiptur. Lið Heat tók forystuna snemma og leiddi allt þangað til um miðbygg þriðja leikhlutans. Mestur fór munur Heat í 12 stig og virtist lítið eiga eftir að koma í veg fyrir að liðið væri að slá Celtics út úr keppninni. Þökk sé stórgóðum 41-25 þriðja leikhluta Celtics þar sem að Jayson Tatum fór fyrir þeim, komust Celtics inn í leikinn og náðu að lokum að sigla nokkuð öruggum sigur í höfn, 121-108.
Atkvæðamestur fyrir Celtics í leiknum var Jayson Tatum með 31 stig, 10 fráköst og 6 stoðsendingar. Fyrir Heat var það Jimmy Butler sem dróg vagninn með 17 stigum, 8 fráköstum og 8 stoðsendingum.
Sjötti leikur einvígis liðanna er á sunnudagskvöldið.
Það helsta úr leik Heat og Celtics: