spot_img
HomeFréttirSysturnar kveðja Röstina

Systurnar kveðja Röstina

 
Á heimasíðu Grindavíkur kemur fram það sem þegar hefur verið greint frá hér á Karfan.is, Helga Hallgrímsdóttir er gengin til liðs við Keflavík í Iceland Express deild kvenna en á heimasíðu Grindvíkinga segir einnig að systir hennar Harpa Hallgrímsdóttir ætli að leika með Njarðvíkingum á næstu leiktíð.
Á heimasíðu UMFG segir m.a.
Þetta er gríðarleg blóðtaka fyrir liðið núna og ekki minni heldur en við urðum fyrir síðastliðið sumar en þá fóru fjórir byrjunarliðsmenn frá okkur.
 
Harpa lék með Njarðvíkingum á þarsíðustu leiktíð og gerði þá 6,2 stig og tók 9,3 fráköst að meðaltali í leik.
 
Mynd/ Harpa í leik með Njarðvíkingum gegn KR.
Fréttir
- Auglýsing -