spot_img
HomeFréttirSvíþjóð stöðvaði sigurgöngu Íslands á Norðurlandamótinu í Kisakallio

Svíþjóð stöðvaði sigurgöngu Íslands á Norðurlandamótinu í Kisakallio

Ísland tapaði í dag lokaleik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio fyrir Svíþjóð. Liðið hafnaði því í fjórða sæti mótsins, fyrir ofan Danmörku og Noreg, en þær töpuðu þremur leikjum og unnu tvo.

Gangur leiks

Ljóst var frá fyrstu mínútu leiksins að um erfiðan leik yrði að ræða fyrir íslensku stúlkurnar. Svíþjóð tók forystuna um leik, leiddu með 12 stigum eftir fyrsta leikhluta, 22-10. Undir lok fyrri hálfleiksins láta þær svo kné fylgja kviði og eru 17 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 43-26.

Í upphafi seinni hálfleiksins gerir Svíþjóð svo endanlega út um leikinn. Vinna þriðja leikhlutann með 17 stigum, 25-8 og eru með örugga 34 stiga forystu fyrir lokaleikhlutann, 68-34. Fjórði leikhlutinn að er virtist formsatriði fyrir Svíþjóð, en þær unnu leikinn að lokum með 47 stigum, 89-42.

Kjarninn

Það mætti segja að Ísland hafi mætt ofjörlum sínum í dag. Svíþjóð var betri á flestum sviðum körfuboltans. Gerðu þó ágætlega í nokkrum atriðum, fráköstuðu ágætlega og voru nokkuð áræðnar varnarlega á nokkrum köflum í leiknum. Geta þó gengið nokkuð stoltar frá borði eftir þennan lokaleik. Virkilega flottir sigrar á Noregi og Danmörku á mótinu og með smá heppni hefði það verið Eistland líka. Leikirnir gegn Finnlandi og þessi gegn Svíþjóð virkilega erfiðir, eins og fyrir önnur lið á mótinu, sem Finnland vann taplaust og Svíþjóð í öðru sæti (töpuðu aðeins fyrir Finnlandi)

Tölfræðin lýgur ekki

Munurinn á þriggja stiga nýtingu liðanna í leiknum var sláandi. Á meðan að ísland setti aðeins 2 af 22 (9%) niður náði Svíþjóð að setja niður 9 af 24 (37%) úr djúpinu.

Atkvæðamestar

Jana Falsdóttir var framlagshæst hjá Íslandi í dag. Skilaði 8 stigum, 6 fráköstum, 2 stoðsendingum og 4 stolnum boltum. Þá bætti Sara Líf Boama við 9 stigum og 8 fráköstum og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir 4 stigum, 4 fráköstum og 2 stoðsendingum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -