20:40
{mosimage}
Luol Deng, leikmaður Chicago Bulls, hefur leikið frábærlega fyrir Breta
Með leik Íslands og Austurríkis sem fer fram í Laugadalshöllinni núna, lýkur riðlakeppni B deildarinnar. 4 lið komast áfram í undanúrslit og leika undanúrslit og sigurvegarar þeirra leika í A deild að ári. Sigurvegarar riðlanna þriggja komast í þessi undanúrslit ásamt því liði sem bestum árangri nær í 2. sæti.
Þau lið sem komast í undanúrslitin eru Rúmenía, Sviss, Bretland og Finnland. Rúmenar og Finnar voru búnir að tryggja sig áfram fyrir leiki dagsins. Bretar heimsóttu Hvít Rússa og var það hreinn úrslitaleikur um hvort liðið kæmist áfram og unnu Bretar auðveldan sigur 83-51 þar sem Luol Deng átti enn einn stórleikinn, skoraði 27 stig og stal meðal annars 7 boltum.
Svisslendingar tóku á móti Rúmenum og með sigri myndu þeir tryggja sig áfram, ella kæmust Georgíumenn áfram. Svisslendingar voru einbeittir og sigruðu örugglega 65-51 og komast þar með áfram en Georgíumenn gráta tapið á Íslandi sárar því sigur þar hefði fleytt þeim áfram. Árangur Rúmena er einnig athyglisverður en fyrir 2 árum voru þeir með Íslandi og Dönum í riðli og urðu neðstir í riðlinum.
Undanúrslitaleikirnir fara fram 11. og 15. september.
Mynd: www.fibaeurope.com