spot_img
HomeFréttirSvipmyndir: Tota með stórleik gegn Þór

Svipmyndir: Tota með stórleik gegn Þór

 
Skallagrímur tók á móti Þór Akureyri í 1. deild karla í kvöld og höfðu Skallarnir betur gegn Norðanmönnum 103-95 þar sem spilandi þjálfari liðsins, Konrad Tota, fór mikinn með 37 stig, 13 fráköst, 3 stoðsendingar og 3 stolna bolta.
Wesley Hsu var atkvæðamestur í liði Þórs með 26 stig, 4 fráköst og 4 stoðsendingar.
 
Heimamenn í Skallagrím leiddu 47-46 í hálfleik en leiddu með 11 stigum, 74-63 fyrir fjórða leikhluta og höfðu að lokum 8 stiga sigur, 103-95. Eftir leikinn eru Skallagrímsmenn í 2.-4. sæti deildarinnar ásamt KFÍ og Þór Þorlákshöfn en Þór Akureyri er í 9. sæti með aðeins einn sigurleik í sjö leikjum.
 
Sigga Leifs fór í Fjósið í kvöld og smellti af nokkrum myndum.
Fréttir
- Auglýsing -