Hamar tók forystuna í einvígi liðsins gegn Hetti í úrslitakeppni 1. deildar karla. Leikurinn var sá fyrsti í einvíginu og gaf vonandi fögur fyrirheit um það sem koma skal.
Hattarmenn gerðu frábærlega í fyrri hálfleik og leiddu 45-57 í hálfleik. Hvergerðingar voru ákveðnari í seinni hálfleik þar sem varnarleikurinn var í aðalhlutverki. Að lokum fór svo að Hamar sótti sigur 101-95.
Hamar er þar með komið í 1-0 í einvíginu en sigra þarf þrjá leiki til að komast í úrslitaeinvígið um laust sæti í Dominos deild karla að ári. Næsti leikur fer fram á sunnudag á Egilsstöðum.
Svipmyndir og viðtöl úr leiknum má finna hér að neðan:
Hamar-Höttur 101-95 (23-20, 22-37, 32-23, 24-15)
Hamar: Everage Lee Richardson 36/4 fráköst/8 stoðsendingar, Julian Rajic 23/4 fráköst, Oddur Ólafsson 13/6 fráköst/10 stoðsendingar, Florijan Jovanov 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Geir Elías Úlfur Helgason 8/6 fráköst, Dovydas Strasunskas 8/4 fráköst, Marko Milekic 3/8 fráköst, Kristinn Olafsson 0, Kristófer Gíslason 0, Guðbjartur Máni Gíslason 0, Arnar Daðason 0, Mikael Rúnar Kristjánsson 0.
Höttur: Charles Clark 22/5 stoðsendingar, Dino Stipcic 22/9 fráköst/6 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 12/5 fráköst, André Huges 10/7 fráköst, Andrée Fares Michelsson 10, Ásmundur Hrafn Magnússon 8, Hreinn Gunnar Birgisson 7, Brynjar Snaer Gretarsson 2, Sigmar Hákonarson 2/5 stoðsendingar, Bóas Jakobsson 0.
Viðureign: 1-0