Þeir Sverrir Týr Sigurðsson og Svavar Ingi Stefánsson hafa samið við Selfoss Körfu um að leika með liðinu á komandi tímabili í fyrstu deild karla.
Sverrir Týr er 22 ára, 193cm framherji sem lék upp yngri flokka og með meistaraflokki Grindavíkur. Er haann að komaa til liðsins í fyrsta skipti.
Þá framlengdi Svavar Ingi samningi sínum við félagið, en hann er 26 ára 205 cm miðherji sem lék upp yngri flokka félagsins og sinn fyrsta leik með meistaraflokk fyrir áratug síðan, en síðan þá hefur hann leikið á þriðja hundrað leikja fyrir félagið.