spot_img
HomeFréttirSverrir Bergmann til Njarðvíkur

Sverrir Bergmann til Njarðvíkur

Samkvæmt færslu á heimasíðu Njarðvíkur er tónlistarmaðurinn og körfuknattleiksaðdáandinn Sverrir Bergmann Magnússon fluttur til Njarðvíkur. Líkt og einhverjir vita er Sverrir upprunalega frá Sauðárkróki og yfirlýstur stuðningsmaður Tindastóls. Nýttu Njarðvíkingar sér það tækifæri að Sverrir ætti afmæli, til þess að kalla hann inn á skrifstofu, færa honum Njarðvíkurpeysu og ræða félagið við hann.

Líkt og segir í færslu félagsins:

“Sverrir var að vonum gríðarlega sáttur með gjöfina og sagði hana eina þá allra bestu á hans síðari árum.  Lofaði hann því að fara að mæta á leiki og ýjaði einnig að því hvort hann væri ekki gjaldgengur með “B” liði UMFN í komandi leikjum.  Þau mál hafa verið athuguð og lítið er því í fyrirstöðu að Sverrir klæðist grænu treyjunni á komandi mánuðum.”

Fréttir
- Auglýsing -