Ægir Þór Steinarsson og HLA Alicante máttu þola tveggja stiga tap fyrir Acunsa GBC í Leb Oro deildinni á Spáni í kvöld, 79-81.
Á rúmum 30 mínútum spiluðum skilaði Ægir Þór 12 stigum, 2 fráköstum og 6 stoðsendingum.
Með sigrinum færðist Acunsa uppfyrir Alicante í töflunni, þar sem Ægir og félagar sitja í 9. sætinu með 18 sigra á meðan að fyrrum félagar Ægis í Acunsa eru í 8. sætinu með 19 sigra það sem af er tímabili.