spot_img
HomeFréttirSveinbjörn í hópinn í stað Brentons

Sveinbjörn í hópinn í stað Brentons

18:20

{mosimage}

Íslenska karlalandsliðið mætir á morgun landsliði Lúxemborgar í b-deild Evrópukeppni landsliða.

Leikurinn verður í Lúxemborg og hefst klukkan 18:30 að íslenskum tíma. Strákarnir flugu til Lúxemborgar í nótt og mun ná tveimur æfingum á leikstað fyrir leikinn.

Ein breyting er á landsliðshópnum en Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Brenton Birmingham. Þetta mun verða fyrsti A-landsleikur Sveinbjarnar.

Lið Lúxemborgar er neðst í C-riðli en þetta verður þó ekki auðveld ferð fyrir íslenska liðið. Í liði Lúxemborgar eru nokkrir hæfileikaríkir leikmenn. Þar má nefna leikmenn eins og Alvin Jones, sem er 211 cm. hár og mjög sterkur undir körfunni, Tom Schumacher bakvörður sem hefur verið að leika vel og Martin Rajniak sem er 205 cm. framherji.

www.kki.is 

Mynd: www.karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -