Sveinbjörn Claessen leikmaður ÍR ákvað að leggja skóna á hilluna síðasta vor eftir 13 ára farsælan feril. Það var búið að vera á dagskránni hjá Körfunni í allt sumar að ná í kappann og gera þessi ár aðeins upp.
Úr því varð svo nú síðustu helgi. Afraksturinn tæpir þrír klukkutímar af spjalli, en með því sló Sveinbjörn met sem Hrafn Kristjánsson setti árið 2016 um einhverjar 35 mínútur. Því ekki úr vegi að skipta samtalinu niður í tvo hluta.
Í þessum seinni hluta fer Sveinbjörn yfir hvað hafi staðið uppúr á ferlinum, framtíðina hjá ÍR, hverjir séu líklegir á næsta tímabili, þjálfaramál yngri landsliða og margt fleira.
Gestur: Sveinbjörn Claessen
Umsjón: Davíð Eldur & Ólafur Þór
Hérna er hægt að hlusta á fyrri hlutann
Dagskrá:
00:30 – Getur ekki verið lengi frá Seljaskóla
01:30 – Fer að þjálfa á næsta ári
03:20 – Fimm manna úrvalslið samherja
05:00 – Aldrei dekkað betri leikmenn en Loga og Jón
07:30 – Ómar besti liðsfélaginn
11:00 – Kann best að meta þá sem gera mest úr sínum hæfileikum
11:40 – Breytingar á útlendingareglum
22:00 – ÍR er ekki til, með hvaða liði myndi prime Sveinbjörn Claessen vilja spila með?
29:15 – Mikilvægt að semja við Sigurð Þorsteinsson
31:00 – Næsta tímabil fyrir ÍR
33:40 – Hvaða lið verður Íslandsmeistari?
40:00 – Hrafn talar mikið, Sveinbjörn talar meira
40:50 – Þjálfaramál yngri landsliða
45:30 – Reifst við góðan mann
49:30 – Boðun í landsliðsverkefni
53:20 – Liðin hafa aukið faglegheit, KKÍ verður líka að stíga upp