spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSveinbjörn Claessen: Ég hefði ekki verið tekinn svona af lífi

Sveinbjörn Claessen: Ég hefði ekki verið tekinn svona af lífi

 

Sveinbjörn Claessen, leikmaður ÍR, ákvað að leggja skóna á hilluna síðasta vor eftir 13 ára farsælan feril. Búið að vera á dagskránni hjá Körfunni í allt sumar að ná í kappann og gera þessi ár aðeins upp.

 

Úr því varð svo nú síðustu helgi. Afraksturinn tæpir þrír klukkutímar af spjalli, en með því sló Sveinbjörn met sem Hrafn Kristjánsson setti árið 2016 um einhverjar 35 mínútur. Því ekki úr vegi að skipta samtalinu niður í tvo hluta.

 

Í þessum fyrri hluta fer Sveinbjörn yfir ferilinn, ÍR, síðustu tímabil og margt fleira.

 

 

Gestur: Sveinbjörn Claessen

Umsjón: Davíð Eldur & Ólafur Þór

 

Þátturinn er einnig á iTunes

 

Dagskrá:

01:20 – Hvar byrjar körfuboltaáhuginn?

06:10 – Er Breiðholtið Ghetto?

09:20 – ÍR sofnar á verðinum

13:00 – Landsmótið með KR

18:30 – Snýst um meira en að vinna

26:30 – Frumskógalögmál leikmannamarkaðarins

36:50 – Spilaði frítt fyrir ÍR

40:30 – Bikarmeistarar 2007

41:00 – Fjaraði undan eftir 2008

45:00 – Meðalmennskan sem Borce (Kallinn) snéri við

52:30 – Síðasta tímabil

54:30 – Ryan Taylor var tekinn af lífi í umræðunni

1:05:10 – Erum að komast á skrið

1:06:00 – Matthías Orri búinn að sannfæra liðið um að þeir séu stóra liðið

1:12:00 – Búinn að yfirfæra faglegan metnað yfir í lögfræðina

 

 

Fréttir
- Auglýsing -