Það eru sannarleg gleðitíðindi fyrir Tindastólsmenn og körfuboltamenn almennt sem berast úr herbúðum Tindastóls nú í kvöld. Einn besti leikmaður Tindastóls undanfarin ár, Svavar Birgisson mun verða í leikmannahópnum á morgun gegn Fjölni.
Svavar sem ákvað í sumar að hvíla sig á körfubolta hefur verið að mæta á eina og eina æfingu undanfarið en er nú að komast á fullt og verður í hópnum á morgun. Í haust þegar karfan.is spurði Svavar hvort skórnir væru komnir á hilluna þá sagði hann að þeir væru á gólfinu neðan við. Nú er kappinn orðinn pabbi að nýju og búinn að dusta rykið sem safnaðist á skóna neðan við hilluna og klár í baráttuna sem framundan er.
Mynd: [email protected]