Grindavík hafði betur gegn Íslandsmeisturum Tindastóls í kvöld í fyrsta leik átta liða úrslita Subway deildar karla, 111-88. Grindvíkingar því komnir með yfirhöndina í einvíginu 1-0, en vinna þarf þrjá leiki til að tryggja sig í undanúrslitin.
Karfan ræddi við Svavar Atla Birgisson þjálfara Tindastóls eftir leik í Smáranum.