Sundsvall hefur minnkað forskot Södertalje í úrslitum sænsku úrslitakeppninar í 2-3 með góðum 90:79 heimasigri nú fyrir um hálftíma síðan. “Við vorum að spila vel en við fórum algerlega í það að spila einfaldan varnarleik. Skiptum á öllum skrínum en þeir vilja spila mikið á “skrín og rúll” í sínum leik. En þeir eiga eftir að breyta þessu eitthvað fyrir næsta leik geri ég ráð fyrir.” sagði landsliðsþjálfarinn og þjálfari Sundsvall Peter Öqvist eftir leikinn.
Okkar menn í röðum Sundsvall létu fyrir sér finna svo um munaði í þessum leik. Jakob skilaði 26 stigum á meðan Hlynur setti 13 stig og reif niður 14 fráköst. En hér má sjá tölfræði leiksins