Meistarar Sundsvall Dragons fá topplið Boras Basket í heimsókn kl. 18.04 að íslenskum tíma eða kl. 19.04 að sænskum tíma. Boras situr á toppi sænsku deildarinnar um þessar mundir með 9 sigra og 3 tapleiki en Sundsvall er í 4. sæti deildarinnar með 8 sigra og 4 tapleiki.
Með sigri í kvöld gegur Íslendingalið Sundsvall jafnað Boras á toppi deildarinnar en hægt verður að nálgast beina tölfræðilýsingu frá leiknum á heimasíðu sænska sambandsins.