spot_img
HomeFréttirSundsvall jafnaði Södertalje í 2. sætinu

Sundsvall jafnaði Södertalje í 2. sætinu

 
Jakob Örn og Hlynur Elías unnu sinn áttunda deildarleik í röð í gærkvöldi þegar Sundsvall Dragons tók á móti Boras í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Lokatölur leiksins voru 93-81 Sundsvall í vil sem með sigrinum deila nú 2.-3. sæti með Södertalje Kings en eiga leik til góða á Södertalje og LF Basket sem er með 26 stig í toppsæti deildarinnar en Sundsvall og Södertalje hafa 24 stig.
Hlynur Bæringsson gerði 17 stig í leiknum og Jakob Örn var með 10 stig en stigahæstur í liði Sundsvall var Alex Wesby með 20 stig og Ástralinn öflugi Liam Rush gerði 19 stig svo menn skiptu stigaskorinu bróðurlega á milli sín.
 
Á morgun verður Logi Gunnarsson í eldlínunni þegar lið hans Solna Vikings mætir ecoÖrebro á útivelli en Solna er um þessar mundir í 6. sæti deildarinnar með 16 stig.
Mynd/ Hlynur setti 17 stig í gær.
 
Fréttir
- Auglýsing -