spot_img
HomeFréttirSundsvall jafnaði Plannja í 2. sætinu

Sundsvall jafnaði Plannja í 2. sætinu

 
Sundsvall Dragons lögðu Jamtland 76-67 á heimavelli sínum í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld og komust þar upp í annað sæti deildarinnar með 42 stig ásamt Plannja. Jakob Örn Sigurðarson var venju samkvæmt atkvæðamikill í liði Sundsvall með 12 stig að þessu sinni.
Auk þess að gera 12 stig var Jakob með 7 fráköst, 6 stoðsendingar og 3 stolna bolta á þeim 35 mínútum sem hann lék í leiknum. Atkvæðamestur í liði Sundsvall í kvöld var Andrew Spagrud með 23 stig en í tapliði Jamtland gerði Issa Konare 23 stig.
 
Norrköping skellti Boras á heimavelli sínum 123-93 og eru því með 6 stiga forskot í deildinni á toppnum með 48 stig.
 
Fréttir
- Auglýsing -