spot_img
HomeFréttirSundsvall á toppinn - Hlynur með 14-8-5

Sundsvall á toppinn – Hlynur með 14-8-5

 Sundsvall sigraði í kvöld lið Uppsala á útivelli 81:72. Eftir sigurinn deilir Sundsvall toppsæti deildarinnar með Boras með 18 stig eftir 11 leiki.  Jakob Sigurðarson hafði hægt um sig í leiknum hvað tölfræðina varðar, með 10 stig og 3 stoðsendingar en hann var víst eitthvað slappur fyrir þennan leik.  Hlynur Bæringsson var skila 14 stigum, tók 8 fráköst og sendi 5 stoðir á félaga sína.  Hlynur var á leiðinni í fjögurra tíma rútu ferð heim ti Sundsvall þegar Karfan.is náði á hann í kvöld. 
“Þetta var mjög erfiður leikur, með menn að koma úr meiðslum og svo var hann Kobbi eitthvað lítill í sér sökum leikskólaflensunnar sem hann nældi sér í. Þeir er með gott lið en það má segja að stórleikur Alex Wesby hafi reddað málunum. Hann skoraði flestar körfurnar í lokin, toppeintak.” sagði Hlynur Bæringsson við Karfan.is eftir leik. 
 
“Liðið er í góðum málum og við erum nokkuð lífsglaðir þessa dagana, við sjáum það þó reglulega á video fundum að það er margt sem má laga.
Deildin spilast nokkurn veginn eins og ég bjóst við, mér finnst við ásamt Södertälje og Norrköping vera með sterkustu liðin. Svo hafa líka lið eins og Uppsala og Borås alla möguleika á að ná langt.”  Bætti Hlynur við. 
 
Karfan forvitnaðist um það hvort í Svíþjóð yrði stökkbreyting á liðum eftir áramót líkt og hefur gerst hér á landi og þannig hafa liðin í deildinni jafnvel skipt um gír og komist ofar í töflunni og jafnvel orðið meistaraefni?
 
“Ég er ekki með tölfræðina á hreinu um kanaskiptingar en mér finnst það algengara heima. Það er stór munur á væntingum sem eru gerðar til þeirra, hérna eru kanarnir í öðruvísi hlutverkum, ekki nærri eins afgerandi í sókninni. T.d liðið sem við spiluðum við í kvöld, þeirra 3 helstu skorarar Svíar, kanarnir eru annars vegar “pass first” leikstjórnandi og svo stór ruslakall undir körfunni. Auðvitað er samt algengt að lið skipti hér líka, enda mun fleiri útlendingar, hér er frjálst flæði vinnuafls frá Evrópu. Ef ég ætti að setja pening á einhver lið yrðu það við, Norrköping og Södertälje og kannski Borås líka. Ég er nokkuð viss að eitt þessara liða verði meistarar.” sagði Hlynur að lokum. 
Fréttir
- Auglýsing -