Meðan NBA Summer League er í fullum gangi er vel við hæfi að búa sér til lið til að keppa í hinni alíslensku sumardeild. Keppt verður 5 á 5 á miðvikudögum frá 18.00 til 20.00 í íþróttahúsinu á Vallarheiði (Base Gym). Í liðinu mega vera 5 til 7 leikmenn og engin skilyrði fyrir þáttökurétti, allir sem vettlingi geta valdið mega taka þátt, frá litlu systur til LeBron James. Áætlað er að ef þátttaka verður nægilega góð taki mótið um 4 vikur. Mótið hefst þá miðvikudaginn 29. júlí og úrslit yrðu svo 19. ágúst. Ekki hika við þetta stórkostlega tækifæri að skemmta þér og öðrum og skráðu þig og þitt lið til keppni. Staðfesting á liðum skal skilað inn á póstfangið [email protected] eigi síðar en 25. júlí. Í póstinum skal nafn liðs og nafn þeirra leikmanna sem liðið skipa koma fram. Þáttökugjald er 5000 kr. fyrir liðið.
Allar nánari upplýsingar veitir Gunnar alla virka daga, frá 8 til 5 í síma 421-8070.
Sumardeildin 2009
Fréttir