spot_img
HomeFréttirSuðurland Íslandsmeistarar í 10. flokki stúlkna – Ása Lind maður úrslitaleiksins

Suðurland Íslandsmeistarar í 10. flokki stúlkna – Ása Lind maður úrslitaleiksins

Suðurlandið varð í dag Íslandsmeistari í 10. flokki stúlkna eftir sigur á Fjölni í úrslitaleik, en liðið er samsett úr Þór Þ., Hamar, Selfoss og Hrunamönnum. Mun titillinn vera fyrsti Íslandsmeistaratitill sem Hamar vinnur.

Það voru Fjölnisstelpur sem voru betri á upphafsmínútum leiksins. Suðurlandið náði þó vopnum sínum undir lok fyrri hálfleiksins og voru yfir í hálfleik. Aftur var það svo Fjölnir sem hóf seinni hálfleikinn betur, en þær náðu forystunni aftur í þriðja leikhlutanum. Á lokamínútunum var Suðurlandið svo aftur sterkara og náði að lokum að sigla 37-48 sigur í höfn.

Hérna er myndasafn dagsins frá Körfunni / Bára Dröfn

Hérna er myndasafn KKÍ

Hérna er tölfræði leiksins

Ása Lind var maður úrslitaleiksins

Ása Lind Wolfram var maður úrslitaleiksins, en hún skilaði 7 stigum, 8 fráköstum, 6 stoðsendingum og 3 stolnum boltum. Fyrir Fjölni var Matilda Sóldís Svan Hjördísardóttir atkvæðamest með 17 stig.

Myndir / KKÍ & Bára Dröfn

Fréttir
- Auglýsing -