spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaSubway karla: Fæst lið sem byrja tímabilið sterkast ná að klára þann...

Subway karla: Fæst lið sem byrja tímabilið sterkast ná að klára þann stóra

Venju samkvæmt er deildarkeppni Subway deildar karla um það bil hálfnuð þegar að jólahátíðin gengur í garð. Einhver myndi þá ætla að þar sem að um helmingur leikja deildarinnar hefur verið spilaður væri hægt að fá einhverskonar vísbendingu um hvaða lið ætti eftir að standa uppi sem sigurvegari Íslandsmótsins á komandi vori.

Sé hinsvegar litið yfir 12 síðustu tímabil sést að mun minni líkur en meiri eru á að það lið sem byrjaði tímabilið sterkt og var efst um jólin nái að vinna þann stóra, en aðeins þremur af þessum tólf hefur tekist að klára dæmið, Grindavík 2012 og KR 2014 og 2015.

Þetta tímabilið er Keflavík í efsta sætinu með 16 stig líkt og Valur, en eru sætinu ofar vegna innbyrðis viðureignar, en hér fyrir neðan má sjá hverjir voru efstir yfir jól og hverjir urðu Íslandsmeistarar síðan árið 2009.

Staðan í deildinni

2009-2010

Efsta lið deildar um jól Stjarnan

Íslandsmeistarar Snæfell

2010-2011

Efsta lið deildar um jól Snæfell 

Íslandsmeistarar KR

2011-2012

Efsta lið deildar um jól Grindavík 

Íslandsmeistarar Grindavík

2012-2013

Efsta lið deildar um jól Þór Þorlákshöfn

Íslandsmeistarar Grindavík

2013-2014

Efsta lið deildar um jól KR

Íslandsmeistarar KR

2014-2015

Efsta lið deildar um jól KR 

Íslandsmeistarar KR

2015-2016

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar KR

2016-2017

Efsta lið deildar um jól Tindastóll

Íslandsmeistarar KR

2017-2018

Efsta lið deildar um jól Haukar

Íslandsmeistarar KR

2018-2019

Efsta lið deildar um jól Tindastóll

Íslandsmeistarar KR

2019-2020

Efsta lið deildar um jól Stjarnan

Íslandsmeistarar Enginn

*2020-2021

*Efsta lið deildar um jól Aðeins ein umferð leikin fyrir jól vegna Covid

*Íslandsmeistarar Þór Þorlákshöfn

2021-2022

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar Valur

2022-2023

Efsta lið deildar um jól Keflavík

Íslandsmeistarar ???

Fréttir
- Auglýsing -