spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStyrmir Snær semur við Þór til tveggja ára

Styrmir Snær semur við Þór til tveggja ára

Styrmir Snær Þrastarson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Þór. Staðfestir félagið þetta með færslu á samfélagsmiðlum fyrr í dag.

Óhætt er að segja að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina þetta tímabilið. Skilað 15 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 15 leikjum fyrir liðið, en þeir eru sem stendur í 2.-3. sæti Dominos deildarinnar.

Fréttir
- Auglýsing -