Styrmir Snær Þrastarson hefur gert nýjan tveggja ára samning við Þór. Staðfestir félagið þetta með færslu á samfélagsmiðlum fyrr í dag.
Óhætt er að segja að Styrmir hafi komið eins og stormsveipur inn í deildina þetta tímabilið. Skilað 15 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum að meðaltali í 15 leikjum fyrir liðið, en þeir eru sem stendur í 2.-3. sæti Dominos deildarinnar.