Styrmir Snær Þrastarson og Davidson Wildcats unnu sinn sjöunda leik í röð í gær í bandaríska háskólaboltanum er liðið lagði Radford Highlanders, 54-74.
Það sem af er tímabili hefur Davidson unnið átta leiki og tapað aðeins tveimur.
Á þremur mínútum spiluðum í leiknum skilaði Styrmir einni stoðsendingu, en hann tók aðeins eitt skot í leiknum.
Næsti leikur Styrmis og Davidson er þann 22. desember gegn Alabama Crimson Tide.
