spot_img
HomeFréttirStyrmir Snær og Davidson mæta Michigan State í fyrstu umferð Marsfársins

Styrmir Snær og Davidson mæta Michigan State í fyrstu umferð Marsfársins

Styrmir Snær Þrastarson og Davidson Wildcats munu taka þátt í Marsfárinu þetta árið, en mótið er stærsta lokamót bandaríska háskólaboltans þar sem að aðeins bestu lið Bandaríkjanna fá að taka þátt. Marsfárið er útsláttarkeppni, þar sem sá sem vinnur heldur áfram, en sá er tapar er alveg úr leik.

Davidson gekk einstaklega vel á tímabilinu. Voru efstir í deildarkeppni Atlantic 10 deildarinnar með 15 deildarsigra og aðeins 3 töp, en í heild á tímabilinu vann liðið 27 leiki og tapaði 6.

Í fyrstu umferð keppninnar, sem eru 64 liða úrslit, mun Davidson mæta stórliði Michigan State nú á föstudagskvöldið. Fari svo þeir vinni þann leik, munu þeir mæta sigurvegara viðureignar Duke og CSU Fullerton í 32 liða úrslitunum komandi sunnudaginn.

Hérna verður lifandi tölfræði frá leiknum

Hérna er hægt að horfa á leikina í beinni útsendingu

• ESPN spilarinn mun sýna 67 leiki beint í Marsfárinu, þar með talið Final Four og úrslitaleikinn
• Þú getur stillt inn með því að gerast áskrifandi hér
• Nýjar áskriftir hafa 7 daga prufutímabil
• Spilarinn er aðeins til með ensku viðmóti
• Skilmálar gilda

Fréttir
- Auglýsing -