A landslið karla er komið til Pristina í Kósovó þar sem liðið mun leika lokaleiki sína í þessum fasa undankeppni heimsmeistaramótsins 2023. Liðið mun leika tvo leiki, þann fyrri gegn Slóvakíu á morgun fimmtudag og þann seinni gegn Lúxemborg á laugardag.
Ísland er í gífurlega góðri stöðu fyrir leikina tvo. Eru í efsta sæti riðilsins, með þrjá sigra og aðeins eitt tap það sem af er keppni. Ekki má þó mikið útaf bregða. Fyrir neðan Ísland í riðlinum eru Slóvakía og Kósovó með tvo sigra, en Lúxemborg rekur svo lestina með einn sigur.
Karfan spjallaði við nýliða í hóp liðsins, Styrmir Snær Þrastarson, um leikina tvo og hvernig það er að vera kominn í íslenska landsliðið.