spot_img
HomeBónus deildinBónus deild karlaStyrmir segir klárt hvert Þórsliðið stefni "Sé ekki mikinn mun á liðinu...

Styrmir segir klárt hvert Þórsliðið stefni “Sé ekki mikinn mun á liðinu núna og liðinu sem varð meistari fyrir tveimur árum”

Þór Þorlákshöfn gerði góða ferð til Keflavíkur þar sem liðið rúllaði heimamönnum upp í leik þar sem gestirnir voru sterkari frá byrjun. Lokatölur, 83-104 eftir að staðan í leikhléi var 44-55.

Hérna er meira um leikinn

Styrmir Snær Þrastarson var ánægður eftir leik, og sagði hlutina vera á réttri leið hjá sínu liði:

„Ég er afar sáttur með hvað það er góður stígandi hjá okkur og við erum að verða sterkari og sterkari með hverjum leik. Það er góður andi yfir hópnum og góð stemmning í hópnum, og við erum bjartsýnir á gott gengi það sem eftir lifir af deildakeppninni. Það eru allir að skila framlagi í vörn og sókn og það er kominn góður skriðþungi í leik okkar. Það hjálpaði okkur mikið að fá Jordan Semple – hann lokar vörninni afar vel, en það var helst varnarleikurinn sem var ekki að ganga nægilega vel þangað til hann kom. Ég er afar bjartsýnn og hef fulla trú á að við séum að nálgast okkar besta form; í raun sé ég ekki mikinn mun á liðinu núna og liðinu sem varð meistari fyrir tveimur árum – og það er alveg klárt hvað við viljum og hvert við stefnum – og það er bara alla leið – það er markmiðið.“

Fréttir
- Auglýsing -