Styrmir Snær Þrastarson og Union Mons höfðu betur gegn Limburg í hollensku/belgísku BNXT deildinni í kvöld, 66-94.
Á 30 mínútum spiluðum í leik kvöldsins skilaði Styrmir Snær 19 stigum, 4 fráköstum, stoðsendingu og 2 stolnum boltum, en hann var næst framlagshæstur í liði Mons í leiknum.
Eftir leikinn eru Styrmir Snær og félagar í 8.-9. sæti deildarinnar með 16 sigra og 12 töp.