Undir 16 ára stúlknalið Íslands tapaði fyrr í dag fyrir Finnlandi á Norðurlandamótinu í Kisakallio, 47-52. Áður hafði liðið tapað þremur leikjum, en unnið einn. Enduðu þær því í fimmta sæti mótsins.
Gangur leiks
Leikur dagsins var jafn og spennandi allt frá fyrstu mínútu, þó svo að segja mætti að heimastúlkur í Finnlandi hafi verið skrefinu á undan. Eftir fyrsta leikhluta leiddi Finnland með einu stigi, 10-11. Undir lok fyrri hálfleiksins var svo áfram jafnræði á með liðunum, en þegar að þau héldu til búningsherbergja í hálfleik munaði ennþá þessu stigi, 21-22 fyrir Finnland.
Ísland fór heldur illa að ráði sínu í upphafi seinni hálfleiksins. Misstu Finnland átta stigum framúr sér í þriðja leikhlutanum, en staðan fyrir lokaleikhlutann var 30-38 fyrir heimastúlkum. Íslensku stúlkurnar gerðu svo vel í lokaleikhlutanum að hleypa Finnlandi ekki of langt frá sér, 14 stig voru það þegar að mest lét. Unnu þær þessa forystu niður á lokamínútum leiksins og voru hreinlega óheppnar að ná ekki að stela sigrinum. Niðurstaðan að lokum 5 stiga sigur Finnlands, 47-52.
Hetjan
Helena Rafnsdóttir var atkvæðamest í annars jöfnu liði Íslands í dag, skilaði 7 stigum, 6 fráköstum, stoðsendingu og stolnum bolta á rétt rúmum 24 mínútum spiluðum.
Myndasafn (væntanlegt)
Viðtöl: