spot_img
HomeFréttirStúlkurnar náðu í fyrsta sigurinn gegn Rúmeníu

Stúlkurnar náðu í fyrsta sigurinn gegn Rúmeníu

Undir 16 ára lið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumótinu í Sófíu í Búlgaríu.

Í dag sigraði liðið lokaleik riðlakeppni mótsins gegn Rúmeníu, 47-46.

Líkt og tölurnar gefa til kynna var leikur dagsins jafn og spennandi nánast allan tímann. Staðan í hálfleik var 31-26 fyrir Íslandi. Ísland var einnig þessu skrefi á undan í upphafi seinni hálfleiksins.

Í þeim fjórða ná þær svo að bæta enn við forystu sína. Þegar um 5 mínútur voru eftir voru þær 11 stigum yfir, 47-36. Meira skoraði Ísland ekki í leiknum. Rúmenía vann niður forskotið hægt en bítandi og voru þegar dómarinn flauatði til leiksloka aðeins stigi frá þeim, 47-46.

Atkvæðamest fyrir Ísland í dag var Lára Ásgeirsdóttir með 11 stig, 8 fráköst og 2 stolna bolta.

Tölfræði leiks

Upptaka af leiknum

Næst leikur liðið á fimmtudaginn gegn Austurríki í umspili um sæti 17-23 á mótinu.

Fréttir
- Auglýsing -