spot_img
HomeFréttirStúlkurnar náðu í fyrsta sigur Íslands á Norðurlandamótinu

Stúlkurnar náðu í fyrsta sigur Íslands á Norðurlandamótinu

Undir 16 ára stúlknalið Íslands lagði í dag Noreg á Norðurlandamótinu í Kisakallio í Finnlandi. Liðið hefur því unnið einn leik það sem af er móti, en tapað tveimur.

Hérna er hægt að sjá stöðuna í mótinu

Gangur leiks

Íslensku stelpurnar mættu nokkuð ákveðnar til leiks. Ná að vera skrefinu á undan í fyrsta leikhlutanum, sem endar 13-18 þeim í vil. Undir lok fyrri hálfleiksins halda þær svo áfram að byggja ofaná þetta forskot sitt og eru 7 stigum yfir þegar að liðin halda til búningsherbergja í hálfleik, 23-30.

Í upphafi seinni hálfleiksins nær Noregur ágætis áhlaupi þar sem þær koma muninum minnst niður í 4 stig, 38-42. Ísland setur þá fótinn aftur á bensíngjöfina og nær að klára þriðja leikhlutann 10 stigum yfir, 38-48. í lokaleikhlutanum brýtur ísland aftur á bak áhlaup Noregs og sigrar að lokum með 11 stigum, 49-60.

Kjarninn

Þrátt fyrir töp bæði í fyrsta leik gegn Eistlandi og svo í gær fyrir sterku liði Finnlands, var leikur liðsins í þau skipti ekki alslæmur. Spila í dag fína vörn á löngum köflum og tapa ekki eins mörgum boltum og þær hafa verið að gera í leikjunum hingað til. Þá eru skotin þeirra einnig að detta betur. Leikur þeirra á morgun er gegn Danmörku, en þetta norska lið vann þær nokkuð auðveldlega, svo að við hljótum að krefjast annars íslensks sigurs þá.

Tölfræðin lýgur ekki

Sóknarlega fékk Ísland miklu meira framlag af bekk sínum í leiknum. Settu 29 stig á móti aðeins 13 hjá Noregi. Mestu munaði þar um stig Söru Líf Boama og Agnesar Fjólu Georgsdóttur, en hvor um sig settu þær 9 stig.

Atkvæðamestar

Jana Falsdóttir og Hildur Björk Gunnsteinsdóttir voru atkvæðamestar í liði Íslands í dag. Jana með 11 stig og 8 fráköst á meðan að Hildur var með 10 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Fréttir
- Auglýsing -