Undir 16 ára lið stúlkna tapaði í dag sínum öðrum leik á Norðurlandamótinu fyrir heimakonum í Kisakallio í Finnlandi, 51-97.
Gangur leiks
Íslenska liðið fór vægast sagt hægt af stað í leik dagsins. Koma sex leikmönnum á blað í stigaskorun í fyrsta leikhlutanum, en setja samt bara 10 stig og eru 13 undir eftir hlutann, 10-23. Annan leikhlutann byrjar Finnland svo á sterku 21-0 áhlaupi, en þegar að 4 mínútur eru eftir af fyrri hálfleiknum eru þær 23 stigum yfir, 10-44. Afskaplega lítið sem Ísland gat gert á þessum lokamínútum fyrri hálfleiksins, sem endar 12-51 heimastúlkum í vil.
Í upphafi seinni hálfleiksins má segja að Finnland hafi endanlega gert útum leikinn. Vinna þriðja leikhlutann 21-31 og eru 51 stigi yfir fyrir lokaleikhlutann, 33-84. Þó svo að úrslit leiksins hafi verið meira en minna ráðin í fjórða leikhlutanum mætti íslenska liðið vel gírað inn í hann. Eini leikhluti leiksins sem þær vinna, 18-13, en sigurinn er þó Finnlands að lokum, 51-97.
Kjarninn
Það var ótrúlega lítið sem Ísland virtist geta í að fá betri úrslit en þetta í dag. Finnska liðið var einfaldlega miklu betra á flestum, ef ekki öllum sviðum körfuboltans. Íslenska liðið á þó hrós skilið fyrir að halda haus og baráttunni áfram allan leikinn, voru bæði háværar og hvetjandi hvor við aðra allt frá fyrstu mínútu þangað til að lokaflautan gall.
Tölfræðin lýgur ekki
Finnland var betri aðilinn í nánast öllum tölfræðiþáttum leiksins í dag. Til þess að taka eitt útfyrir er hægt að minnast á hvað þær skutu boltanum mikið betur en Ísland. Nýting þeirra í heildina var 42% á móti aðeins 24% skotnýtingu Íslands.
Atkvæðamestar
Sara Líf Boama var atkvæðamest í liði Íslands í dag, skilaði 11 stigum, 6 fráköstum og 3 stoðsendingum. Þá bætti Hildur Björk Gunnsteinsdóttir við 10 stigum og 4 fráköstum