spot_img
HomeFréttirStúdínur með nýjan Kana

Stúdínur með nýjan Kana

12:53 

{mosimage}

 

 

Kvennalið ÍS hefur fengið til sín nýjan erlendan leikmann en hin 24 ára gamal Casey Rost mun spila með liðinu það sem eftir er tímabilsins. Rost kemur úr Western Michigan-háskólanum þar sem hún útskrifaðist vorið 2006.

Rost lék með liði Imperial AEL frá Kýpur fyrir áramót. Rost er 175 sm bakvörður og var margverðlaunuð á árum sínum í skólanum.

Rost er langstigahæsti leikmaður Western Michigan-skólans frá upphafi en hún skoraði 2.061 stig í 117 leikjum sem gera 17,6 stig að meðaltali í leik. Rost skoraði 280 þriggja stiga körfur í þessum 117 leikjum og er með bestu þriggja stiga nýtingu (40,8%) og vítanýtingu (82,2%) í sögu Western Michiganháskólans. Lokaárið sitt var Rost með 17,7 stig að meðaltali í leik auk þess að taka 4,4 fráköst og gefa 1,9 stoðsendingar að meðaltali.

 

Frétt og mynd af www.visir.is

Fréttir
- Auglýsing -