spot_img
HomeFréttirStríður straumur til Grindavíkur

Stríður straumur til Grindavíkur

Kvennalið Grindavíkur hefur gengið ráðningu á erlendum leikmanni fyrir komandi átök í Domino´s deild kvenna. Grindvíkingar hafa ráðið Rachel Tecca til sín sem og tvo öfluga Njarðvíkinga í þeim Ásdísi Völu Freysdóttur og Guðlaugu Björtu Júlíusdóttur.
 
 
Tecca er framherji frá Akron University í Bandaríkjunum og var tímabilið 2013-2014 með 22,1 stig að meðaltali í leik. Í Guðlaugu og Ásdísi fá Grindvíkingar svo unga og efnilega bakverði frá Njarðvík en Guðlaug sem dæmi var á meðal lykilmanna í U18 ára landsliði kvenna á Norðurlandamóti unglingalandsliða í Solna sem fram fór í maílok og júníbyrjun.
  
Fréttir
- Auglýsing -