spot_img
HomeFréttirStrákarnir vinna Noreg U-16 á lokadegi Norðurlandamótsins í Kisakallio

Strákarnir vinna Noreg U-16 á lokadegi Norðurlandamótsins í Kisakallio

Strákarnir áttu flottan leik í dag, þeir sigra strákana frá Noregi 82-58 í loka leik sínum á Norðurlandamótinu í Kisakallio.

Fyrir leik

Fyrir leikinn höfðu strákarnir tapað öllum sínum leikjum og Norska liðið var í sömu stöðu. Strákarnir þurfa nauðsynlega á sigri að halda í dag svo að þeir geti lokið mótinu á jákvæðu nótunum.

Leikurinn

Ísland byrjar með algjörlega nýtt byrjunarlið á vellinum. Strákar sem hafa minna fengið að spila eru komnir inn. Það er stutt á milli leikja núna og þeir sem spiluðu mikið í gær eru þreyttir í dag. Fyrsti leikhluti er nokkuð jafn en strákarnir hafa þó eins stigs forskot eftir fyrsta leikhluta 17-16.

Í öðrum leikhluta er svo liðið farið að sýna sínar réttu hliðar. 8-0 kafli hjá strákunum gerir það að verkum að þeir ná að slíta sig aðeins frá Norska liðinu og staðan í hálfleik er 41-27.

Þriðji leikhluti er frábær hjá strákunum, þeir spila fína vörn og eru farnir að fá meira sjálfstraust í sóknarleiknum. 65-39 er staðan fyrir lokaleikhlutann

Strákarnir spila ekki nógu góða vörn í seinasta leikhlutanum en sigla engu að síður heim sínum fyrsta sigri á mótinu, frábær leikur hjá þeim og gott að ná þessum sigri fyrir Evrópumótið í næsta mánuði. Lokastaðan í leiknum 82-58 fyrir Íslandi

Tölfræði leiksins

Myndasafn

Viðtöl

Frosti Valgarðsson
Atli Hrafn Hjartarson

Norðurlandamótinu í Kisakallio árið 2023 er þá lokið hjá strákunum og næsta verkefni þeirra er Evrópumótið.

Fréttir
- Auglýsing -