Ísland lauk leik í dag á Smáþjóðaleikunum í Svartfjallalandi með 33 stiga sigri á Kýpur, 86-53.
Kristinn Pálsson stigahæstur fyrir Ísland í dag með 19 stig, þá bætti Dagur Kár Jónsson við 17 og Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14.
Með sigrinum endaði liðið með 50% vinningshlutfall á mótinu, 2 sigurleiki og 2 tapleiki. Gaf það þeim þriðja sætið, einum sigurleik fyrir aftan Lúxemborg í öðru sætinu og tveimur fyrir aftan heimamenn í Svartfjallalandi sem sigruðu mótið.