spot_img
HomeFréttirStórtíðindi úr Hólminum

Stórtíðindi úr Hólminum

Snæfell ætlar sér greinilega að gera allt sem þær geta til að endurheimta Íslandsmeistaratitilinn aftur að ári þrátt fyrir að hafa misst Hildi Björgu Kjartansdóttur út í nám.
En Snæfell var að ganga frá undirskiftum við þrjá leikmenn í dag og eru María Björnsdóttir og Gunnhildur Gunnarsdóttir komnar heim í Hólminn ásamt því að liðið endursamdi við Helgu Hjördísi Björgvinsdóttur.
 
4 ár eru síðan að Gunnhildur og María léku seinast með Snæfelli. Landsliðskonan Gunnhildur kemur frá Haukum þar sem hún hefur verið þeirra besti varnarmaður undanfarin ár ásamt því að hafa verið mikilvægasti leikmaður þeirra fyrir tveimur árum síðan.
María kemur frá Val þar sem hún hefur verið að taka stöðugum framförum.
 
Ljósmynd/ Hanna Rún Smáradóttir – Gleðilegur dagur hjá Hólmurum
Fréttir
- Auglýsing -