spot_img
HomeNeðri deildir1. deild kvennaStórtækar breytingar á keppnisfyrirkomulagi úrvals- og 1. deildar kvenna – Þingskjöl 12-15...

Stórtækar breytingar á keppnisfyrirkomulagi úrvals- og 1. deildar kvenna – Þingskjöl 12-15 samþykkt

Körfuknattleiksþing KKÍ samþykkti rétt í þessu að fjölga liðum í úrvalsdeild kvenna upp í 10. Þar að auki var samþykkt að hafa 8-liða úrslitakeppni í úrvalsdeild kvenna, að tvö lið falli úr efstu deildinni og tvö komi upp úr 1. deild ásamt því að unglingaflokkur kvenna keppi ekki lengur í sinni deild heldur sendi lið til keppni í 1. deild kvenna.

KKÍ mun útlista nánar í kvöld nákvæmlega hvernig samþykktirnar hljóma en í grófum dráttum eru þær eftirfarandi:

  • 10 lið keppa í úrvalsdeild kvenna
  • 8 efstu liðin fara í 8-liða úrslitakeppni
  • Neðsta liðið í úrvalsdeild kvenna fellur beint niður í 1. deild kvenna
  • Deildarmeistarar 1. deildar kvenna fara beint upp í úrvalsdeild kvenna
  • Næst neðsta lið úrvalsdeildar kvenna (9. sætið) fer í umspilskeppni við 2., 3. og 4. sæti 1. deildar kvenna um hitt lausa sætið í úrvalsdeild kvenna
  • Unglingaflokkur kvenna keppir ekki í sérflokki heldur tekur þátt í 1. deild kvenna ásamt þeim meistaraflokksliðum sem eru þar
Fréttir
- Auglýsing -