Íslenska U16 lið drengja lék í dag sinn þriðja leik á Norðurlandamóti yngri landsliða þegar liðið mætti Danmörku. Segja má að danska liðið hafi verið of stór biti fyrir það Íslenska sem réð ekkert við hávaxið og sterkt lið Danmerkur. Danir unnu öruggan sigur að lokum 87-58.
Gangur leiksins:
Segja má að íslenska liðið hafi lent á nokkrum vegg í upphafi leiks í dag. Danirnir náðu góðri forystu og Ísland komst hvorki lönd né strönd gegn sterkri vörn Danmerkur. Danska liðið var einfaldlega mun sterkara í fyrri hálfleik og fór með 48-23 forystu í hálfleikinn.
Íslenska liðinu tókst betur i´seinni hálfleik og kom í veg fyrir að danska liðið inni stærri sigur en raun var. Fyrsta tap U16 landsliðs drengja á mótinu staðreynd en það danska liðið er einfaldlega ógnarsterkt í ár.
Lykilleikmaður:
Ísak Júlíus Purdue var öflugastur Íslands í dag og endaði með 14 stig og fiskaði 8 villur. Hann var óhræddur að vaða á vörn Danmerkur og var einn af fáum sem þorðu því í dag.
Viðtöl eftir leik: