spot_img
HomeFréttirStórt tap Keflavíkur í Tékklandi

Stórt tap Keflavíkur í Tékklandi

18:57

{mosimage}

Keflavík reið sannarlega ekki feitum hesti frá fyrstu viðureign sinn í Evrópukeppninni þetta árið þegar liðið tapaði 74-107 á útivelli gegn tékkneska liðinu Mlekarna Kunin.

Tékkarnir náðu fljótlega öruggri forystu og voru 14 stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 31-17 og juku muninn jafnt og þétt allan leikinn, unnu m.a. alla leikhlutana.

Jermaine Williams og Thomas Soltau voru stigahæstir Keflvíkinga með 16 stig hvor en Tim Ellis skoraði 14 stig. Keflvíkingar hittu illa úr þriggja stiga skotum sínum, hittu úr 3 af 15 og töpuðu einnig mörgum boltum eða 25.

Næsti leikur Keflvíkinga í Evrópukeppninni er á heimavelli föstudaginn 17. nóvember gegn úkraínska liðinu BC Dnepro Dnepropetrovsk sem etur kappi við sænska liðið Norrköping í kvöld á heimavelli.

[email protected]

Mynd: karfan.is

Fréttir
- Auglýsing -