spot_img
HomeFréttirStórsigur á Svíþjóð hjá drengjunum

Stórsigur á Svíþjóð hjá drengjunum

Undir 18 ára drengjalið Íslands lagði Svíþjóð með 25 stigum, 78 gegn 53. Leikurinn sá annar sem liðið spilar á Norðurlndamóti þessa árs í Kisakallio í Finnlandi, en í fyrsta leik í gær unnu þeir Noreg.

Gangur leiks

Leikur dagsins fór fjörlega af stað. Liðin skiptust á góðum köflum í fyrsta leikhlutanum, sem endaði hnífjafn, 20-21 fyrir Svíþjóð. Það sama var svo uppi á teningnum í öðrum leikhlutanum, nema þegar að honum lau, var leikurinn jafn. Þegar að liðin héldu til búningsherbergja í hálfleik var staðan 36-36.

Strax í upphafi seinni hálfleiksins fóru íslensku strákarnir að sýna mátt sinn og megin. Vinna þriðja leikhlutann með 21 stigi, 30-9 og fara því með væna forystu inn í lokaleikhlutann. Í honum gerðu þeir svo það sem þurfti til þess að loka nokkuð öruggum 25 stiga sigri, 78-53.

Hetjan

Veigar Páll Alexanderson var atkvæðamestur í íslenska liðinu, en hann skoraði 18 stig og tók 5 fráköst á um 24 mínútum spiluðum.

Tölfræði leiks

Myndasafn

Viðtöl:

Fréttir
- Auglýsing -