Undir 18 ára stúlknalið Íslands leikur þessa dagana á Evrópumóti í Skopje í Makedóníu. Í dag tapaði liðið fyrir Úkraínu í umspili um 13.-16. sæti á mótinu með 60 stigum gegn 77.
Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Anna Ingunn Svansdóttir. Á tæpum 34 mínútum spiluðum skilaði hún 32 stigum, 5 fráköstum og 3 stolnum boltum.
Lokaleikur liðsins á mótinu er í fyrramálið kl. 10 gegn Eistlandi, en mun það vera hreinn úrslitaleikur um hvort liðið endar í 15. sæti mótsins.
Fréttaritari Körfunnar í Skopje ræddi við þjálfara Íslands, Sævald Bjarnason, eftir leik.