Martin Hermannsson og Alba Berlin máttu þola tap gegn Rostock Seawolves í þýsku úrvalsdeildinni, 85-96.
Á tæpum 27 mínútum spiluðum í leiknum skilaði Martin 25 stigum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum, en hann var bæði stiga og framlagshæstur í liði Alba Berlin.
Eftir leikinn eru Alba Berlin í 15. sæti deildarinnar með fjóra sigra og átta töp það sem af er tímabili.